Sunnudagurinn 27. september

Í síðasta tíma fór eldri hópurinn yfir alla bókstafina og voru íslensku bókstafirnir sérstaklega teknir fyrir. Krakkarnir lásu upphátt nokkrar línur úr Gralla gorm og gekk það mjög vel - ótrúlega klárir krakkar! Þá skrifuðu krakkarnir í vinnubækurnar sínar orð sem byrja á íslenskum stöfum eða teiknuðu myndir af hlutum sem byrja á íslenskum stöfum. Einnig gerðum við orðaverkefni þar sem að myndir og orð voru tengd saman. Í lok tímast horfðum við á brot úr þætti Ævars vísindamanns. Þá svöruðu börnin spurningum varðandi hvað fór fram í þættinum og voru erfið orð úr þættinum rædd og útskýrð. Í næsta tíma verður fjallað um daga, mánuði, árstíðir, tölur og afmæli. 

Yngri hópurinn rifjaði upp efni síðasta tíma en þá lærðum við íslensku heitin á öllum litunum. Við hlustuðum aftur á lagið um litina með Skoppu og Skrítlu. Síðan æfðum við okkur að telja á íslensku. Ljóðabókin Talnakver eftir Þórarinn Eldjárn var lesin og þá hlustuðu allir rosalega vel og hjálpuðust að við að telja allt sem var á fallegu myndunum í bókinni. Í lok tímans unnu krakkarnir teikniverkefni þar sem reyndi á að þekkja bæði litina og tölurnar. Í næsta tíma munum við rifja upp tölurnar með því að fara í bingó og svo ætlum við að læra um líkamann.

Næsti tími verður sunnudaginn 11. október, sjáumst þá hress!

                                                                       ekkert stress...bless! 

 

Sunnudagurinn 13. september

Fyrsti skóladagurinn þetta skólaárið var í gær, 13. september. 

Við byrjuðum á stuttum foreldrafundi þar sem meðal annars var kosið í nýja stjórn. Við bjóðum þær Vigdísi og Elmu hjartanlega velkomnar í stjórn skólans.

Helga og Eva byrjuðu með hópana saman og fóru í nokkra skemmtilega leiki með krökkunum. Eftir kaffið fór eldri hópurinn með Helgu og yngri hópurinn með Evu.  

Eldri hópurinn hóf tímann á því að spjalla saman um Ísland. Þau ræddu um það sem þeim þykir skemmtilegt að gera á Íslandi og þá staði sem þeim þykir vænt um. Þau fóru í stuttan spurningaleik til kynnast hvert öðru betur. Þau lásu úr bókinni um hana Rikku sem segir frá vinkonunum Rikku og Lindu sem ferðast um Ísland með hjálp töfrahrings. Svo var unnið í stuttum verkefnum. Að lokum horfðu þau á stutt myndbrot úr þætti um Ævar vísindamann og ræddu um það sem fram fór í þættinum.

Yngri hópurinn lærði allt um litina. Þau sögðu frá uppáhalds litunum sínum, hlustuðu á lagið um litina með hressu vinkonunum Skoppu og Skrítlu og æfðu sig að syngja lagið. Svo var farið í ýmsa leiki þar sem litirnir komu við sögu. Í lok tímans var bókin Olli, Palli og Alli, litríkur dagur lesin og svo teiknuðu allir mynd með uppáhalds litunum sínum.

Dagurinn var mjög skemmtilegur og krakkarnir voru rosalega duglegir. Næsti tími verður sunnudaginn 27. september. Þá verður fjallað um íslenska stafrófið í eldri hópnum en yngri hópurinn ætlar að læra allt um tölurnar.

Bestu kveðjur,

Helga og Eva

2. nóvember 2014

Góðan daginn,

Í tímanum í dag var mikið fjör.  

Yngri hópurinn horfði á Sveppa og Villa í kukkutíma og svo var spilað í grænni lautu og farið í "bannað að snerta gólf". Eldri hópurinn lærðu jólasveinana 13 og svo völdu þau sér sinn uppáhalds svein og annað hvort skrifuðu sögu eða teiknuðu mynd.  

Eftir hlé fórum við með vísurnar um jólasveinana og sungum íslensk jólalög í alls konar útsetningum í dansi og leik. Við settum krökkunum fyrir að velja sér þrjá jólasveina hvert og læra hvað þeir heita, hvað þeir eru þekktir fyrir og númer hvað þeir koma til byggða.

Lögin sem við sungum voru:

- Í skóginum stóð kofi einn

- Jólasveinar gang'um gólf

- Jólasveinar einn og átta

- Adam átti syni sjö/Eva átti dætur sjö

- Ég sá mömmu kyssa jólasvein

- Bráðum koma blessuð jólin

Lög sem má líka skoða en voru ekki sungin í dag.  Ath. að ekki er skylda að skoða þau öll heldur eru þetta bara hugmyndir :)

- Göngum við í kringum

- Jóla hóký-póký

- Bjart er yfir Betlehem

- Gekk ég yfir sjó og land

- Nú er Gunna á nýju skónum

- Það á að gefa börnum brauð

- Jólahjól

- Heims um ból

Kærar kveðjur

Bjarni og Sylvía

5. október 2014

Kæru foreldrar,

Í síðasta tíma var mikið fjör. Yngri hópurinn fór í leiki, t.d. Í grænni lautu, bannað að snerta jörð (mjög vinsæll á síðasta ári) og feluleik.

Við sungum líka saman lögin Krummi krunkar úti, Hani, krummi, hundur, svín og Sá ég spóa.

Eldri hópurinn kláraði að teikna búka fyrir yngri hópinn og munu þeir verða tengdir við myndir af börnunum í næsta tíma. Mjög skemmtilegt verkefni hér á ferðinni!

Eftir hlé fór allur hópurinn í Wilhelminapark til að sletta úr klaufunum. Þar var farið í Stórfiskaleik og dimmalimm.

Kveðja Bjarni og Sylvía

 

Skólaárið 2014-2015

Kæru foreldrar,

Íslenskuskólinn hófst með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag. Það var gaman að sjá nýjar fjölskyldur bætast í hópinn og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í skólann. Alls hafa sextán nemendur verið skráðir í skólann.


Kennarar

Þrír kennarar starfa við skólann í ár. 

·         Kennari yngri hópsins er Bjarni Guðmundsson, söngvari; bjarni86@hotmail.com

·         Kennari eldri hópsins er Sylvía Hlynsdóttir, trompetleikari; sylviahlyns@gmail.com

·         Forfallakennari fyrir báða hópana er Sólbjörg Björnsdóttir, söngkona; solbjorgb@gmail.com


 Heimavinna og kennsla

Stefnt er að því að bjóða uppá heimavinnu fyrir þá sem vilja. Eftir hvern kennslutíma senda kennararnir tölvupóst um það hvað hafi verið gert síðasta skóladag og hvað verði gert í næsta tíma.


 Rekstur skólans

Húsnæði skólans leigjum við gegn vægu verði. Það er mikilvægt að allir gangi snyrtilega um húsnæðið, húsgögn og leikföng. Eftir hvern kennsludag þurfum við sjálf að ganga frá. Vonast er til að allir taki virkan þátt í að ganga frá eftir hvern skóladag. Einnig þarf að ganga frá á leiksvæðinu í garðinum. 

Foreldrar skiptast á um að sjá um veitingar fyrir börnin í frímínútum. Þau sem eiga að sjá um veitingarnar næsta skóladag taka svo með sér töskuna með kaffidótinu og lyklana af húsinu. 

 Þeir sem opna húsið þurfa að vera mættir um klukkan 11.30. Eftirfarandi þarf að gera:

-  opna húsið ekki síðar en 11.45 og flagga íslenska fánanum

-   kaupa drykkjarföng a.m.k. 6 lítrar (mjólk, ávaxtasafi, gos o.þ.h.) 

-   og meðlæti (ávexti, kökur, brauð - samlokugrill er í pokanum í eigu skólans)

-   dekka borð (frímínútur eru um klukkan 13.15) 

-   ganga frá eftir kaffitíma. 

-   sá sem tekur við kaffinu næst hjálpar til við að ganga frá og tekur lykilinn af húsinu.

 Foreldrar sem sjá um veitingarnar fyrir börnin þurfa að vera á staðnum á meðan á skólanum stendur. 


Skólastjórn

Skólastjórn sér um rekstur skólans s.s. ráðningu kennara, húsnæðismál, fjármál, vefsíðu, uppákomur skólans og samstarf við Vinafélag Íslands og Niðurlands www.verenigingijslandnederland.nl/

 Stjórn skólans skipa:

v  Helga Garðarsdóttir, helgagardars@gmail.com, sími 06-421030900

Ø  Hefur m.a. umsjón með rekstri og fjármál skólans 

v  Eva Dögg Ingvarsdóttir, evadogg@gmail.com , sími: 06-43078589

Ø  Hefur m.a. umsjón með rekstri og vefsíðu skólans


 Skólagjöld

Skólagjald fyrir hvert barn er € 80,-- fyrir skólaárið 2014-2015. 

Reikningsnúmerið er: NL98INGB0007341253 á nafni: De IJslandse School; Het Buiting 8; 7242 HD Warnsveld (takið fram nafn barns í athugasemdum)

Vinsamlega greiðið skólagjaldið sem fyrst!

 

Hlökkum til að sjá sem flesta sunnudaginn 19 október!

Bestu kveðjur,

Helga og Eva

Námsefni á netinu

 Í Íslenskuskólanum er til fullt af bókum og verkefnum sem kennarar nota í tímum, einnig fá nemendur stundum með sér verkefni heim.

Við viljum benda foreldrum á námsefni sem til er á netinu, bæði gagnvirkt efni og verkefni til útprentunar. Það getur verið mjög skemmtilegt fyrir börnin, og hjálpað þeim við að bæta kunnáttu sína, að spila námsleiki í tölvunni og vinna verkefni heima með aðstoð foreldra. 

Á síðu námsgagnastofnunnar eru upplýsingar um allt námsefni sem gefið er út fyrir grunnskóla á Íslandi. Hér má finna gagnvirkt efni fyrir börn sem eru byrjuð að læra stafina og lengra komna. Hér má svo finna upplýsingar um námsefni fyrir yngstu börnin. Og hér eru skemmtileg verkefni fyrir börn sem eru að byrja að læra að lesa  

 Endilega skoðið þessar síður og bjóðið börnunum ykkar uppá að prófa sig áfram í leikjum og verkefnum.  

Góða skemmtun! 

Skráning nemenda fyrir skólaárið 2013-2014

Kæru foreldrar.

Íslenskuskólinn hefst aftur eftir sumarfrí sunnudaginn 22. september. Kennsludagar verða annan hvern sunnudag kl 12-15 og skólagjöld eru 80 evrur fyrir hvert barn.

Við vinnum nú að skipulagi næsta skólaárs og biðjum ykkur vinsamlega að skrá nemendur fyrir 1. september með því að senda tölvupóst á islenskuskolinn@yahoo.com þar sem fram kemur nafn og aldur barnsins.

Endilega fylgist með heimasíðunni og á facebook (https://www.facebook.com/groups/29824437373/).

Við vonum að þið hafið það gott í sumar og hlökkum til að hitta ykkur sem flest í Íslenskuskólanum í haust.

Með kærri kveðju,
stjórnin.

 

Skólaslit vor 2013

Laugardaginn 12. maí slógum við upp grillveislu í Íslenskuskólanum. Við borðuðum saman ljúffengan grillmat og krakkarnir léku sér í garðinum í ágætis veðri. Eftir matinn voru nemendur skólans svo formlega útskrifaðir.

Takk fyrir frábæran dag! Nú er bara að halda á vit ævintýranna í sumar og svo hittumst við aftur í haust og vonandi bætast ný andlit í hópinn.

 Mattijs og þorsteinn stóðu grillvaktina

Mattijs og þorsteinn stóðu grillvaktina

 Börnin biðu eftir að fá verðlaunapeninga fyrir góða frammistöðu í skólanum

Börnin biðu eftir að fá verðlaunapeninga fyrir góða frammistöðu í skólanum

 Eva og Gulli afhentu nemendum verðlaunapeninga og þökkuðu fyrir veturinn. 

Eva og Gulli afhentu nemendum verðlaunapeninga og þökkuðu fyrir veturinn. 

 Til hamingju með útskriftina krakkar! Takk fyrir frábæran vetur.

Til hamingju með útskriftina krakkar! Takk fyrir frábæran vetur.

Minecraft

Ef það eru krakkar í skólanum sem hafa áhuga á að hittast á Minecraft, þá eru Nói og Máni með server sem hægt er að fá að vera með á.

Þetta þurfið þið að gera:

  1. Sendið Minecraft login nafnið ykkar á Nóa (sjá símaskrá)
  2. Bætið Nóa við sem contact á Skype (sjá símaskrá)
  3. Sjáið til að þið séuð með nýjustu útgáfu af Minecraft

Nói sér þá um að bæta ykkur við á serverinn og skipuleggja tíma til að leika, t.d. Walls 3!

the-walls-minecraft-map.jpg