Skráning nemenda fyrir skólaárið 2013-2014

Kæru foreldrar.

Íslenskuskólinn hefst aftur eftir sumarfrí sunnudaginn 22. september. Kennsludagar verða annan hvern sunnudag kl 12-15 og skólagjöld eru 80 evrur fyrir hvert barn.

Við vinnum nú að skipulagi næsta skólaárs og biðjum ykkur vinsamlega að skrá nemendur fyrir 1. september með því að senda tölvupóst á islenskuskolinn@yahoo.com þar sem fram kemur nafn og aldur barnsins.

Endilega fylgist með heimasíðunni og á facebook (https://www.facebook.com/groups/29824437373/).

Við vonum að þið hafið það gott í sumar og hlökkum til að hitta ykkur sem flest í Íslenskuskólanum í haust.

Með kærri kveðju,
stjórnin.