Námsefni á netinu

 Í Íslenskuskólanum er til fullt af bókum og verkefnum sem kennarar nota í tímum, einnig fá nemendur stundum með sér verkefni heim.

Við viljum benda foreldrum á námsefni sem til er á netinu, bæði gagnvirkt efni og verkefni til útprentunar. Það getur verið mjög skemmtilegt fyrir börnin, og hjálpað þeim við að bæta kunnáttu sína, að spila námsleiki í tölvunni og vinna verkefni heima með aðstoð foreldra. 

Á síðu námsgagnastofnunnar eru upplýsingar um allt námsefni sem gefið er út fyrir grunnskóla á Íslandi. Hér má finna gagnvirkt efni fyrir börn sem eru byrjuð að læra stafina og lengra komna. Hér má svo finna upplýsingar um námsefni fyrir yngstu börnin. Og hér eru skemmtileg verkefni fyrir börn sem eru að byrja að læra að lesa  

 Endilega skoðið þessar síður og bjóðið börnunum ykkar uppá að prófa sig áfram í leikjum og verkefnum.  

Góða skemmtun!