2. nóvember 2014

Góðan daginn,

Í tímanum í dag var mikið fjör.  

Yngri hópurinn horfði á Sveppa og Villa í kukkutíma og svo var spilað í grænni lautu og farið í "bannað að snerta gólf". Eldri hópurinn lærðu jólasveinana 13 og svo völdu þau sér sinn uppáhalds svein og annað hvort skrifuðu sögu eða teiknuðu mynd.  

Eftir hlé fórum við með vísurnar um jólasveinana og sungum íslensk jólalög í alls konar útsetningum í dansi og leik. Við settum krökkunum fyrir að velja sér þrjá jólasveina hvert og læra hvað þeir heita, hvað þeir eru þekktir fyrir og númer hvað þeir koma til byggða.

Lögin sem við sungum voru:

- Í skóginum stóð kofi einn

- Jólasveinar gang'um gólf

- Jólasveinar einn og átta

- Adam átti syni sjö/Eva átti dætur sjö

- Ég sá mömmu kyssa jólasvein

- Bráðum koma blessuð jólin

Lög sem má líka skoða en voru ekki sungin í dag.  Ath. að ekki er skylda að skoða þau öll heldur eru þetta bara hugmyndir :)

- Göngum við í kringum

- Jóla hóký-póký

- Bjart er yfir Betlehem

- Gekk ég yfir sjó og land

- Nú er Gunna á nýju skónum

- Það á að gefa börnum brauð

- Jólahjól

- Heims um ból

Kærar kveðjur

Bjarni og Sylvía