5. október 2014

Kæru foreldrar,

Í síðasta tíma var mikið fjör. Yngri hópurinn fór í leiki, t.d. Í grænni lautu, bannað að snerta jörð (mjög vinsæll á síðasta ári) og feluleik.

Við sungum líka saman lögin Krummi krunkar úti, Hani, krummi, hundur, svín og Sá ég spóa.

Eldri hópurinn kláraði að teikna búka fyrir yngri hópinn og munu þeir verða tengdir við myndir af börnunum í næsta tíma. Mjög skemmtilegt verkefni hér á ferðinni!

Eftir hlé fór allur hópurinn í Wilhelminapark til að sletta úr klaufunum. Þar var farið í Stórfiskaleik og dimmalimm.

Kveðja Bjarni og Sylvía