Skólaárið 2014-2015

Kæru foreldrar,

Íslenskuskólinn hófst með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag. Það var gaman að sjá nýjar fjölskyldur bætast í hópinn og bjóðum við þau hjartanlega velkomin í skólann. Alls hafa sextán nemendur verið skráðir í skólann.


Kennarar

Þrír kennarar starfa við skólann í ár. 

·         Kennari yngri hópsins er Bjarni Guðmundsson, söngvari; bjarni86@hotmail.com

·         Kennari eldri hópsins er Sylvía Hlynsdóttir, trompetleikari; sylviahlyns@gmail.com

·         Forfallakennari fyrir báða hópana er Sólbjörg Björnsdóttir, söngkona; solbjorgb@gmail.com


 Heimavinna og kennsla

Stefnt er að því að bjóða uppá heimavinnu fyrir þá sem vilja. Eftir hvern kennslutíma senda kennararnir tölvupóst um það hvað hafi verið gert síðasta skóladag og hvað verði gert í næsta tíma.


 Rekstur skólans

Húsnæði skólans leigjum við gegn vægu verði. Það er mikilvægt að allir gangi snyrtilega um húsnæðið, húsgögn og leikföng. Eftir hvern kennsludag þurfum við sjálf að ganga frá. Vonast er til að allir taki virkan þátt í að ganga frá eftir hvern skóladag. Einnig þarf að ganga frá á leiksvæðinu í garðinum. 

Foreldrar skiptast á um að sjá um veitingar fyrir börnin í frímínútum. Þau sem eiga að sjá um veitingarnar næsta skóladag taka svo með sér töskuna með kaffidótinu og lyklana af húsinu. 

 Þeir sem opna húsið þurfa að vera mættir um klukkan 11.30. Eftirfarandi þarf að gera:

-  opna húsið ekki síðar en 11.45 og flagga íslenska fánanum

-   kaupa drykkjarföng a.m.k. 6 lítrar (mjólk, ávaxtasafi, gos o.þ.h.) 

-   og meðlæti (ávexti, kökur, brauð - samlokugrill er í pokanum í eigu skólans)

-   dekka borð (frímínútur eru um klukkan 13.15) 

-   ganga frá eftir kaffitíma. 

-   sá sem tekur við kaffinu næst hjálpar til við að ganga frá og tekur lykilinn af húsinu.

 Foreldrar sem sjá um veitingarnar fyrir börnin þurfa að vera á staðnum á meðan á skólanum stendur. 


Skólastjórn

Skólastjórn sér um rekstur skólans s.s. ráðningu kennara, húsnæðismál, fjármál, vefsíðu, uppákomur skólans og samstarf við Vinafélag Íslands og Niðurlands www.verenigingijslandnederland.nl/

 Stjórn skólans skipa:

v  Helga Garðarsdóttir, helgagardars@gmail.com, sími 06-421030900

Ø  Hefur m.a. umsjón með rekstri og fjármál skólans 

v  Eva Dögg Ingvarsdóttir, evadogg@gmail.com , sími: 06-43078589

Ø  Hefur m.a. umsjón með rekstri og vefsíðu skólans


 Skólagjöld

Skólagjald fyrir hvert barn er € 80,-- fyrir skólaárið 2014-2015. 

Reikningsnúmerið er: NL98INGB0007341253 á nafni: De IJslandse School; Het Buiting 8; 7242 HD Warnsveld (takið fram nafn barns í athugasemdum)

Vinsamlega greiðið skólagjaldið sem fyrst!

 

Hlökkum til að sjá sem flesta sunnudaginn 19 október!

Bestu kveðjur,

Helga og Eva