Sunnudagurinn 13. september

Fyrsti skóladagurinn þetta skólaárið var í gær, 13. september. 

Við byrjuðum á stuttum foreldrafundi þar sem meðal annars var kosið í nýja stjórn. Við bjóðum þær Vigdísi og Elmu hjartanlega velkomnar í stjórn skólans.

Helga og Eva byrjuðu með hópana saman og fóru í nokkra skemmtilega leiki með krökkunum. Eftir kaffið fór eldri hópurinn með Helgu og yngri hópurinn með Evu.  

Eldri hópurinn hóf tímann á því að spjalla saman um Ísland. Þau ræddu um það sem þeim þykir skemmtilegt að gera á Íslandi og þá staði sem þeim þykir vænt um. Þau fóru í stuttan spurningaleik til kynnast hvert öðru betur. Þau lásu úr bókinni um hana Rikku sem segir frá vinkonunum Rikku og Lindu sem ferðast um Ísland með hjálp töfrahrings. Svo var unnið í stuttum verkefnum. Að lokum horfðu þau á stutt myndbrot úr þætti um Ævar vísindamann og ræddu um það sem fram fór í þættinum.

Yngri hópurinn lærði allt um litina. Þau sögðu frá uppáhalds litunum sínum, hlustuðu á lagið um litina með hressu vinkonunum Skoppu og Skrítlu og æfðu sig að syngja lagið. Svo var farið í ýmsa leiki þar sem litirnir komu við sögu. Í lok tímans var bókin Olli, Palli og Alli, litríkur dagur lesin og svo teiknuðu allir mynd með uppáhalds litunum sínum.

Dagurinn var mjög skemmtilegur og krakkarnir voru rosalega duglegir. Næsti tími verður sunnudaginn 27. september. Þá verður fjallað um íslenska stafrófið í eldri hópnum en yngri hópurinn ætlar að læra allt um tölurnar.

Bestu kveðjur,

Helga og Eva