Það búa litlir dvergar

Það búa litlir dvergar
í björtum dal
á bak við fjöllin háu 
í skógarsal.

Byggðu hlýja bæinn sinn,
brosir þangað sólin inn.
Fellin enduróma
allt þeirra tal.

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.

Nú er Gunna á nýju skónum

(Ragnar Jóhannesson)

Nú er Gunna á nýju skónum, 
nú eru´að koma jól. 
Siggi er á síðum buxum, 
Solla´á bláum kjól. 
:/: Solla´á bláum kjól :/: 

Siggi er á síðum buxum, 
Solla´á bláum kjól. 
Mamma er enn í eldhúsinu 
eitthvað að fást við mat. 
Indæla steik hún er að færa 
upp á stærðar fat. 

Pabbi enn í ógnarbasli 
á með flibbann sinn. 
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast 
flibbahnappinn minn". 

Kisu er eitthvað órótt líka, 
út fer brokkandi. 
Ilmurinn úr eldhúsinu 
er svo lokkandi. 

Jólatréð í stofu stendur, 
stjörnuna glampar á. 
Kertin standa á grænum greinum, 
gul og rauð og blá.

Nú skal segja 

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig litlar telpur gera: 
Vagga brúðu, vagga brúðu 
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig litlir drengir gera: 
Sparka bolta, sparka bolta 
-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig ungar stúlkur gera: 
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig ungir piltar gera: 
Taka ofan, taka ofan 
-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig gamlar konur gera: 
Prjóna sokka, prjóna sokka 
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja 
hvernig gamlir karlar gera: 
Taka í nefið, taka í nefið 
-og svo snúa þeir sér í hring.

AAAtsjúú!!! 

Jólasveinar einn og átta

(Þjóðvísa/F Montrose)

Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta, 
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju

Öllum Jólabjöllunum.

Í skóginum stóð kofi einn

( Hrefna Tynes/Erlent lag )

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggan jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn.
"Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!"
"Komdu litla héraskinn,

því ég er vinur þinn."