Íslenskuskólinn í Hollandi var stofnaður haustið 1994 og hefur verið starfræktur síðan.

Markmið Íslenskuskólans í Hollandi er að gefa íslenskum nemendum kost á að viðhalda og bæta þekkingu sína á íslenskri tungu, menningu og þjóðhátttum. Sérstök áhersla er lögð á að kenna börnum á þann hátt sem hæfir tví-/fjöltyngdum börnum. 

Fjöldi aldurshópa fer eftir aðstæðum hverju sinni. En venjulega er um að ræða að tvo hópa, börn 4-6 ára og krakkar 7 ára og eldri. Þau börn sem verða 4 ára á árinu geta hafið nám í janúar það ár.
Það ár sem börnin verða 7 ára flytjast þau í eldri hópinn að hausti til.