Kúrbítsbrauð (Annemieke)

Hráefni

3 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
3 tsk malaður kanill
3 egg
1 bolli jurtaolía
1 bolli sykur
3 tsk vannilludropar
2 bollar rifinn kúrbítur

Leiðbeiningar

  1. Smyrja brauðform og hita ofn á 165 gráður.
  2. Sigta hveiti, salt, lyftiduft, matarsóda og kanil í skál
  3. Hræra egg, olíu, vanilludropa og sykur saman í stóra skál. Bæta við sigtuðum þurrefnum og hræra vel. Bæta við kúrbít og hnetum og hella í form.
  4. Baka í 40-60 mínútur. Stinga prjón í til að athuga, ef hann kemur hreinn úr brauðinu þá er það tilbúið.
  5. Kæla í 20 mín og taka svo úr formi.