Foreldrar skiptast á um að sjá um veitingar fyrir börnin í frímínútum samkvæmt rúlluskema. Foreldrar sem sjá um veitingarnar fyrir börnin þurfa að vera á staðnum á meðan á skólanum stendur. Einnig er æskilegt að þeir foreldrar sem sjá um veitingarnar, aðstoði kennara í kennslustundum þann dag, ef þörf er á. Þeir sem eiga að sjá um veitingarnar næsta skóladag taka með sér töskuna og lyklana af húsinu. Þeir sem opna húsið þurfa að vera mættir um klukkan 11.30, skólinn byrjar klukkan 12. Það er mikilvægt að allir hjálpist að við að ganga frá húsinu eftir hvern skóladag. Þeir sem sjá um veitingarnar stjórna verkinu. Svona gengur þetta koll af kolli!

Uppskriftir

Uppskriftir af því sem fólk hefur verið að baka má finna hér. 

Haustönn 2013

Vorönn 2014